Sunnudagur
Hæ,
Sit hérna við tölvuna...enda ekki hægt að blogga öðruvísi. Fór í gær í mat til Ragnhildar og Mána og Demantsvejgengið var líka á staðnum. Við fengum þetta afbragðs kjúklinganachos og var það nú töluvert betra en veitingahúsanachosið hér í bæ.
Ég var nú næstum hættur við að mæta á svæðið. Er búinn að vera hálfkrumpaður og er enn. Ég hef verið svona næstum lasinn með smá hléum í einar 2 vikur. Aldrei náð samt að verða almennilega lasinn. Ég vil þá frekar fá fullan skammt í 2-3 daga og sleppa. Daginn í dag ætla ég að nota þá í að afkrumpa mig ef það er þá hægt. Drekka te og iðka siðsamar athafnir, narta í vítamín og ávexti og horfa á eingöngu heilsubætandi efni í sjónvarpinu, e.g. Vítamín fyrir fátæka og fleiri slíka þætti.
Jæja nóg af bulli komið. Ég ákvað að blogga því ég hef sjaldnast bloggað á sunnudegi. Þakka þeim sem lásu og trúðu samt.
Arnar Thor
Sit hérna við tölvuna...enda ekki hægt að blogga öðruvísi. Fór í gær í mat til Ragnhildar og Mána og Demantsvejgengið var líka á staðnum. Við fengum þetta afbragðs kjúklinganachos og var það nú töluvert betra en veitingahúsanachosið hér í bæ.
Ég var nú næstum hættur við að mæta á svæðið. Er búinn að vera hálfkrumpaður og er enn. Ég hef verið svona næstum lasinn með smá hléum í einar 2 vikur. Aldrei náð samt að verða almennilega lasinn. Ég vil þá frekar fá fullan skammt í 2-3 daga og sleppa. Daginn í dag ætla ég að nota þá í að afkrumpa mig ef það er þá hægt. Drekka te og iðka siðsamar athafnir, narta í vítamín og ávexti og horfa á eingöngu heilsubætandi efni í sjónvarpinu, e.g. Vítamín fyrir fátæka og fleiri slíka þætti.
Jæja nóg af bulli komið. Ég ákvað að blogga því ég hef sjaldnast bloggað á sunnudegi. Þakka þeim sem lásu og trúðu samt.
Arnar Thor
Ummæli
Vona að þú náir að afkrumpast, fátt leiðinlegra en að eyða annars fínum sunnudegi í krump.. kanski kemur eitthvað sekmmtilegt AÐSVÍFANDI í amstri dagsins.
Ha det bra :o)og tak for en dejlig aften.
Heiðagella